fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, Rio Ferdinand, hefur afhjúpað ástæðurnar að baki því að hann ákvað nýverið að flytja til Dubai með fjölskyldu sinni, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann hætti sem sparkspekingur hjá TNT Sports.

Ferdinand, sem er 46 ára, greindi frá því í maí að hann myndi yfirgefa TNT Sports eftir 10 ár í hlutverki sérfræðings, til að einbeita sér að viðskiptatækifærum sínum.

Þrátt fyrir að sonur hans, Lorenz, sem er 19 ára, hafi skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Brighton í júlí, hefur Ferdinand ákveðið að setjast að í Sameinuðu arabísku furstadæmunum með eiginkonu sinni, Kate, og börnum þeirra.

„Það er ekki ein ástæða,“ sagði Ferdinand í viðtali við The National. „Ég fór hinga vegna Global Soccer Awards um jólin og hafði ekki komið almennilega til Dubai í sjö eða átta ár. Ég var oft hérna árum. Við eyddum tíma með vinkonum Kate sem búa hér og ég sá allt öðruvísi hlið á borginni. Ég á líka fyrirtæki hérna, Football Escapes.“

Hann bætir við að lífsgæðin í Dubai hafi haft mikið að segja: „Hér er lífið öruggt, veðrið gott og börnin blómstra. Mér fannst tími til kominn á nýjan kafla. Ég hef unnið við sjónvarpsþáttagerð frá því ég hætti í boltanum fyrir rúmum áratug, en núna langaði mig að slíta tenginguna við leikjadagatalið. Ég er ekki hættur í fótboltanum, en hann stjórnar ekki lengur lífi mínu og það er góð tilfinning.“

Ferdinand segir einnig að menntun barnanna hafi vegið þungt í ákvörðuninni. Hann og Kate eiga saman synina Cree, 4 ára, og Shae, 2 ára. Hún er jafnframt stjúpmóðir barna hans frá fyrra hjónabandi, Lorenz, Tate (17 ára) og Tiu (14 ára).

„Við fórum aftur út í febrúar til að skoða skóla, bara til öryggis. Það kveikti á einhverju hjá mér. Skólakerfið þar úti virkar öðruvísi, meira í takt við þarfir barna minna. Það notar ensku námskrána, en útfærslan er önnur. Mér finnst eins og kennarar í Bretlandi séu oft vanmetnir og fá illa borgað,“ sagði Ferdinand.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Blikar geta komist nær hundruðum milljóna í kvöld

Blikar geta komist nær hundruðum milljóna í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gefast upp ekki á Sancho þó hann sé ekki spenntur fyrir launapakknum

Gefast upp ekki á Sancho þó hann sé ekki spenntur fyrir launapakknum
433Sport
Í gær

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi
433Sport
Í gær

Sjáðu athyglisvert atvik í gær – Stjörnur Liverpool virtust flissa að leikmanni Arsenal

Sjáðu athyglisvert atvik í gær – Stjörnur Liverpool virtust flissa að leikmanni Arsenal