Ruben Amorim stjóri Manchester United er með fjóra hreinræktaða miðjumenn í hópi sínum og horfir á að þeir berjist um stöðurnar tvær á vellinum.
Amorim spilar með tvo miðjumenn í 3-4-2-1 kerfinu sínu og telur samkvæmt enskum blöðum að hann þurfi einn miðjumann í viðbót.
Hann horfir á það að Casemiro og Manuel Ugarte séu að berjast um stöðuna sem varnarsinnaði maðurinn í miðjunni sinni.
Hann er sagður horfa svo til þess að Bruno Fernandes og Kobbie Mainoo berjist um hina stöðuna.
Mainoo kom ekki við sögu í fyrstu umferð en 19 ára miðjumaðurinn er sagður vera í viðræðum við nýjan samning.