Ian Wright fyrrum framherji Arsenal segist hafa sett sig í samband við Viktor Gyokeres framherja félagsins eftir erfiða fyrstu umferðina.
Gyokeres átti ekki góðan leik í 1-0 sigri á Manchester United, framherjinn er með talsverða pressu á sér.
„Ég á í samskiptum við alla leikmenn Arsenal, ég er búin að setja mig í samband við Viktor Gyokeres eftir fyrstu umferðina,“ segir Wright.
„Ég sagði honum að hann væri að ganga í gegnum það sama og ég, nú þyrfti hann bara hafa trú sér og komast í gegnum erfiða tíma.“
Gyokeres kostaði Arsenal rúmar 60 milljónir punda í sumar þegar hann kom frá Sporting Lisbon en Arsenal hefur lengi verið að leita að framherja.
„Þú ferð að efast um sjálfan sig því þú ert farin að spila með Saka, Odegaard og bestu miðvörðum í heimi. Þú ert með Rice og Zubimendi á miðjunni, þú ert komin á meðal þeirra bestu.“
„Ég sá þetta sama þegar ég fór inn í klefann hjá Arsenal í fyrsta sinn, ég sá gæðin. Ég vildi bara sanna mig fyrir þeim af hverju ég væri mættur þarna.“