Logi Tómasson er búinn að skora fyrir tyrkneska liðið Samunspor gegn gríska stórliðinu Panathinaikos í umspili Evrópudeildar.
Fyrri leikurinn stendur nú yfir og er seinni hálfleikur um það bil hálfnaður. Logi kom gestunum yfir snemma í seinni hálfleik áður en heimamenn jöfnuðu í 1-1.
Logi gekk í raðir Samunspor frá Stromsgodset í Noregi í sumar og fer vel af stað í Tyrklandi. Hér neðar má sjá mark hans í kvöld.
Þess má geta að Sverrir Ingi Ingason er á varamannabekk Panathinaikos.
Samsunspor, deplasmanda Tomasson'un golüyle 1-0 öne geçti. 🇹🇷pic.twitter.com/drQ0GlQJmR
— Boşuna Tıklama (@bosunatiklama) August 21, 2025