Ebrechi Eze er á leið til Arsenal eftir algjöra U-beygju í hans málum og leitar Crystal Palace nú að arftaka hans.
Eze var á leið til Tottenham þegar Arsenal kom allt í einu inn í myndina í kjölfar meiðsla Kai Havertz. Hann hefur því valið að fara þangað.
Eze hefur verið algjör lykilmaður í liði Palace undanfarin ár og þarf því að fylla hans skarð. Nú segir Fabrizio Romano frá því að Yeremy Pino, leikmaður Villarreal, sé á blaði á Selhurst Park.
Pino er aðeins 22 ára gamall en hefur þrátt fyrir það verið lykilmaður í liði Villarreal í nokkur ár.