Frederik Schram markvörður Vals hefur jafnað sig af smávægilegum meiðslum og tók allan þátt í æfingu liðsins á Laugardalsvelli í morgun.
Sögur fóru á kreik um að Schram hefði ekki tekið þátt í æfingu liðsins eftir að hann sleppti því að verja nokkur skot í lok æfingar.
Heimildir 433.is herma að formlegri æfingu Vals hafi í reynd verið lokið og Schram ákveðið að nóg væri komið í dag.
Valur mætir Vestra í úrslitum bikarsins á föstudag en Schram missti af síðasta deildarleik liðsins vegna meiðsla í baki.
Hann hefur nú náð heilsu og má gera fastlega ráð fyrir því að hann verji mark Vals gegn Vestra annað kvöld.