Þorkell Máni Pétursson, margreyndur fjölmiðla- og umboðsmaður og nú stjórnarmaður KSÍ, hefur blandað sér í umræðuna um samtal sem starfsmaður sambandsins átti við félögin sem taka þátt í úrslitaleik bikarsins annað kvöld um áfengisneyslu stuðningsmanna.
Valur og Vestri mætast í úrslitaleiknum. Að sögn Elvars Geir Magnússonar ritstjóra Fótbolta.net voru fulltrúar félaganna beðnir um að hvetja sína stuðningsmenn til að neyta ekki áfengis í kringum leikinn á fundi KSÍ fyrir leikinn.
„Óskar Örn Guðbrandsson brýndi fyrir fulltrúum félaganna að vera bara með í því að segja við fólk að mæta allsgátt á völlinn, vera ekkert að fá sér bjór og muna eftir leiknum. Ég hugsaði: Erum við á leið í bikarúrslit í Norður-Kóreu?“ sagði Elvar í Innkastinu á Fótbolta.net.
„Mér fannst asnalegt að tala eins og maður myndi ekki muna eftir fótboltaleik ef maður fær sér 2-3 bjóra yfir honum. Hvað erum við? Við erum fullorðið fólk.“
Meira
Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“
Umræða um sölu bjórs á leikjum á Íslandi hefur flogið hátt í sumar og þessi tiltekna uppákoma hefur verið milli tannanna á fólki. Hefur KSÍ til að mynda verið harðlega gagnrýnt. Máni segir menn taka þessari ræðu Óskars full alvarlega.
„Ég hef almennt enga skoðun á hvaða efni menn eru að nota á virkum dögum. En eru þetta ekki orðin full sterk efni þegar menn fá þessa niðurstöðu á saklausum ummælum starfsmanns ksi. Fáið ykkur endilega í glas. Bara ekki vera of full og skítið í klósettin,“ skrifaði hann á X.
Hafliði Breiðfjörð, fyrrum eigandi Fótbolta.net til margra ára, furðaði sig á innleggi Mána.
„Ekki er það orðið smekklegt ástandið milli KSÍ og fjölmiðla þegar stjórnarmaður í KSÍ sakar fjölmiðlamann um að vera á sterkum efnum,“ sagði hann.
„Ekki hélstu að ég mundi breytast við að fara í einhverja stjórn. Þú þekkir mig betur en það. En ég er ekki að saka starfsmenn x977 um neitt misjafnt ef þú hefur áhyggjur af því,“ sagði Máni þá, en Elvar stýrir þætti Fótbolta.net á útvarpsstöðinni.
Elvar Geir svaraði Mána einnig. „Þessi ræða Óskars var ekkert annað en kjánaleg, og stend við það að hann sagði að orðrétt að fólk sem fengi sér bjór myndi ekki muna eftir leiknum. Ég var á engum efnum.“
Ég hef almennt enga skoðun á hvaða efni menn eru að nota á virkum dögum. En eru þetta ekki orðin full sterk efni þegar menn fá þessa niðurstöðu á saklausum ummælum starfsmanns ksi. Fáið ykkur endilega i glas. Bara ekki vera of full og skítið í klósettin.
— Máni Pétursson (@Manipeturs) August 20, 2025