fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Óvænt tíðindi af markvarðamálum United

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andre Onana mun snúa aftur í mark Manchester United gegn Fulham um helgina og svo gæti vel farið að hann verði aðalmarkvörður liðsins í vetur ef marka má frétt Talksport.

Onana var hafður utan hóps í tapinu gegn Arsenal og var hann jafnframt lítið notaður í æfingaleikjum United í sumar. Hann hefur ekki heillað á tveimur árum á Old Trafford.

Margir markverðir hafa verið orðaðir við United í sumar en Talksport segir að það sé ekki í forgangi að styrkja þessa stöðu. Þá sé tölfræði Onana góð og að hann hafi það sem þarf til að vera í rammanum í vetur.

Því er allavega haldið fram að Onana snúi aftur í markið um helgina og taki þar sem stöðu Altay Bayindir, sem gerði mistök í aðdraganda sigurmarks Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýju mennirnir fóru á kostum

Nýju mennirnir fóru á kostum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið