fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik mætir Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeildinni í vetur annað kvöld. Halldór Árnason, þjálfari lisðins, ræddi við 433.is í dag að því tilefni en var hann einnig spurður út í gengi Blika undanfarnar vikur.

Breiðablik hefur ekki unnið leik í meira en mánuð, tapað tveimur Evrópueinvígum og er fimm stigum á eftir toppliði Vals í Bestu deildinni. Halldór var spurður að því hvað hann telji hafa farið úrskeiðis í undanförnum leikjum.

video
play-sharp-fill

„Ég skal setjast með það í tvo klukkutíma og fara yfir það, ef við viljum fara í einhverja alvöru greiningu. Einfalda svarið er bara að niðurstaða leikjanna hefur ekki verið nógu góð. Það er hægt að tala endalaust um ef og hefði. Fjórir af þessum leikjum eru á móti gríðarlega sterkum erlendum liðum,“ sagði Halldór og hélt áfram.

„Það eru leikir þar sem við höfum gert nóg að mínu mati til að verðskulda sigra en einnig leikir og kaflar í leikjum sem hafa verið mjög slæmir. Í síðasta leik (gegn FH) fáum við mikið af færum og skorum fjögur mörk en þá slekkur vörnin á sér, sem hefur kannski ekki verið vandamálið í sumar. Ég myndi halda að það sé að miklu leyti til andlegt dæmi. Þegar þú ert að spila svona mikið og æfir ekki neitt verður leikdagur bara einhver groundhog day. Við þurfum að hafa fyrir því að halda mönnum á tánum. Leikdagur er mjög sterkt concept í huga fótboltamanna sem má ekki fjara út í að verða enn einn dagurinn á skrifstofunni, sem mér fannst svolítið vera staðan í FH-leiknum. Það var eins og að mæta á æfingu, sem eru auðvitað vonbrigði. Við höfum virkilega reynt að halda mönnum á tánum. En vonandi mæta menn með gamla góða leikdags-fílinginn á morgun og verða klárir í þetta,“ sagði Halldór, en dagskráin hefur verið þétt.

Stuðningsmenn Blika eru margir hverjir kröfuharðir eftir frábært gengi undanfarin ár. Einhverjir hafa látið í sér heyra undanfarið á samfélagsmiðlum vegna slæms gengis.

„Mér finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika að tala um einhver tvö Tweet þegar það eru örugglega 50 þúsund manns eða eitthvað sem halda með Breiðabliki. Ef þú talar við alla stuðningsmenn og kemur svo með prósentuna yfir þá sem eru ósáttir skal ég ræða þetta við þig. Við getum ekki verið að pæla í því maður,“ sagði Halldór, spurður út í þetta.

Ítarlegt viðtal við Halldór er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Steven Gerrard á blaði fyrir áhugavert starf sem var að losna

Steven Gerrard á blaði fyrir áhugavert starf sem var að losna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík
433Sport
Í gær

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
Hide picture