Pep Guardiola stjóri Manchester City vakti nokkra athygli í sumar þegar hann skartaði mottu á andliti sínu og var honum hrósað fyrir.
Maria Guardiola dóttir hans var hins vegar ekki hrifin af því hvernig pabbi sinn leit út.
„Hún er farin, dóttir mín sagði að þetta væri hræðilegt og að ég ætti að taka þetta,“ sagði Guardiola.
Guardiola hefur stýrt Manchester City frá árinu 2016 og er með samning til tveggja ára í viðbót.
Í sama viðtali sagðist hann ekki útiloka það að framlengja samning sinn við félagið.