fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Segja Liverpool leggja fram tilboð eftir leik helgarinnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool telur sig enn geta fengið Alexander Isak frá Newcastle áður en félagaskiptaglugginn lokar. The Sun fjallar um málið í kvöld.

Framherjinn hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarnar vikur og hafnaði Newcastle 110 milljóna punda tilboði félagsins á dögunum.

The Sun segir þó að hjá Liverpool séu menn afar bjartsýnir á að 130 milljóna punda tilboð í Svíann muni duga. Er það í undirbúningi.

Liverpool og Newcastle mætast í ensku úrvalsdeildinni á laugardag og verður tilboðið ekki lagt fram fyrr en eftir þann leik, en þar má búast við miklum hita í ljósi stöðunnar.

Stuðningsmenn Newcastle eru brjálaðir út í Isak, sem neitar að mæta til æfinga. Hafa aðferðir hans til að reyna að koma sér í burtu verið harðlega gagnrýndar af mörgum.

Liverpool er þá enn á höttunum eftir Marc Guehi, miðverði og fyrirliða Crystal Palace. Félagið vill traustari mann en Ibrahima Konate við hlið Virgil van Dijk.

Guehi á aðeins ár eftir af samningi sínum við Palace og er Liverpool í ljósi þess til í að greiða um 35 milljónir punda fyrir hann.

Takist Liverpool að landa báðum leikmönnum myndi eyðsla félagsins í sumar fara vel yfir 450 milljónir punda í heild, en það hefur verið ansi duglegt á markaðnum í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Í gær

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi
433Sport
Í gær

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega