Roy Keane fyrrum fyrirliði hefur látið í sér heyra á nýjan leik og látið hörð orð falla um Manchester United eftir tap liðsins gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Lið Ruben Amorim sýndi þó jákvæð merki, þar sem Mathus Cunha, Bryan Mbeumo og Benjamin Sesko fengu allir tækifæri í breyttri sóknarlínu. Það dugði þó ekki til að koma í veg fyrir tap á heimavelli.
Ricardo Calafiori skoraði eina mark leiksins með skalla á 13. mínútu eftir mistök frá varamarkverðinum Altay Bayindir, sem reyndust dýr. Þrátt fyrir tapið reyndi Ruben Amorim að halda í jákvætt hugarfar eftir leikinn og sagði: „Við vorum ekki leiðinlegir.“
Það mat var Roy Keane fljótur að setja út á í umræðu á Sky Sports: „Já, ég held að með þessum nýju leikmönnum sem komu inn og við sáum þá í dag, þá var ég hrifinn,“ sagði fyrrverandi fyrirliði Manchester United.
„Þeir litu út eins og Man United leikmenn, tilbúnir að takast á við pressuna, góðir karakterar.“
„En við höfum talað um þetta oft áður, það eru vandamál í vörninni. Við heyrum eitthvað um að liðið sé ekki leiðinlegt, en á endanum þarftu að skora mörk til að vinna leiki, annars ertu stöðugt undir pressu.“
„Væntingarnar í kringum félagið eru orðnar svo litlar núna að það virðist sem allir séu sáttir með þetta.“