fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Jóhann Ingi leggur til róttækar breytingar í pistli í Morgunblaðinu – „Þegar all­ir eru orðnir þreytt­ir er ekki sér­lega góð hug­mynd“

433
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Ingi Hafþórsson blaðamaður á Morgunblaðinu leggur til nokkuð róttækar breytingar á reglum í kringum knattspyrnuleiki og vill stytta framleningar.

Jóhann skrifar pistil sinn eftir bikarúrslitaleik kvenna þar sem Breiðablik fór með sigur af hólmi í framlengdum leik gegn FH.

„Úrslit­in réðust í fram­leng­ingu og var hún betri en marg­ar aðrar fram­leng­ing­ar. Fram­leng­ing í fót­bolta er 30 mín­út­ur og þótt hún hafi verið góð á Laug­ar­dals­velli á laug­ar­dag­inn er fram­leng­ing í fót­bolta al­mennt allt of löng. Að spila þriðjung leiks­ins aft­ur þegar all­ir eru orðnir þreytt­ir er ekki sér­lega góð hug­mynd og úr takti við aðrar íþrótt­ir,“ skrifar Jóhann í bakverði Morgunblaðsins.

„Að mínu mati væri það góð hug­mynd að stytta fram­leng­ingu um helm­ing og sleppa hálfleikn­um í fram­leng­ingu.“

Hann tekur svo nokkur dæmi um framlengingar í öðrum íþróttum í grein sinni í Morgunblaðinu.
Fram­leng­ing í körfu­bolta er fimm mín­út­ur, eða einn átt­undi af venju­leg­um leiktíma.
Fram­leng­ing í hand­bolta er sam­tals tíu mín­út­ur, eða einn sjötti af venju­leg­um leiktíma.
Fram­leng­ing í ís­hokkí er fimm mín­út­ur, eða einn tólfti af venju­leg­um leiktíma.
Fram­leng­ing í am­er­ísk­um ruðningi er tíu mín­út­ur, eða einn sjötti af venju­leg­um leiktíma.

Jóhann segir fótboltann ekki í takt við aðrar íþróttir. „Eins og áður seg­ir er það ekki í nein­um takti við aðrar íþrótt­ir. Bakvörður veit ekki um neinn sem er sér­lega spennt­ur þegar fram­lengja þarf fót­bolta­leiki,“ endar Jóhann á að skrifa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Í gær

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi
433Sport
Í gær

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega