Enska úrvalsdeildin fór af stað með látum um helgina en Englandsmeistarar Liverpool unnu þar meðal annars góðan 4-2 sigur á Bournemouth.
Franski framherjinn, Hugo Ekitike var á meðal markaskorara en félagið borgaði væna summu fyrir hann í sumar. Florian Wirtz sem kostaði félagið 116 milljónir punda fann hins vegar ekki taktinn í frumraun sinni í deild þeirra bestu.
Gunnar Birgisson, fréttamaður hjá RÚV henti fram nokkuð umdeildri skoðun í hlaðvarpinu Dr. Football fyrir helgi en hún gæti fengið byr undir báða vængi eftir fyrstu umferðina.
„Mér líður þannig núna að Ekitike gæti orðið mikilvægara púsl fyrir Liverpool en Florian Wirtz,“ sagði Gunnar í hlaðvarpinu vinsæla.
Samherjar hans í hlaðvarpinu, Hjörvar Hafliðason og Albert Brynjar Ingason hristu hausinn yfir orðum Gunnars.
Wirtz sem er þýskur landsliðsmaður er dýrasti leikmaður í sögu enska boltans. „Ég held að Wirtz muni eiga miðlungs tímabil,“ sagði Gunnar.
Hjörvar hélt áfram að hrista hausinn og sagði. „Ég held að þetta verði skelfileg klippa.“
Umræðuna má sjá hér að neðan.
Verður Ekitike mikilvægari fyrir Liverpool heldur en Wirtz? 👀 pic.twitter.com/w3zdbhaPIu
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) August 18, 2025