fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Elvar trúði ekki eigin eyrum á fundi KSÍ – Spyr hvort við séum stödd í Norður-Kóreu

433
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, varð hissa á fundi í höfuðstöðvum KSÍ í aðdraganda bikarúrslitaleiks karla á föstudag í kjölfar ræðu frá starfsmanni sambandsins.

Valur og Vestri eigast við í úrslitaleiknum og að sögn Elvars voru fulltrúar félaganna beðnir um að hvetja sína stuðningsmenn til að neyta ekki áfengis í kringum leikinn.

„Óskar Örn Guðbrandsson brýndi fyrir fulltrúum félaganna að vera bara með í því að segja við fólk að mæta allsgátt á völlinn, vera ekkert að fá sér bjór og muna eftir leiknum. Ég hugsaði: Erum við á leið í bikarúrslit í Norður-Kóreu?“ segir Elvar í Innkastinu á Fótbolta.net.

„Mér fannst asnalegt að tala eins og maður myndi ekki muna eftir fótboltaleik ef maður fær sér 2-3 bjóra yfir honum. Hvað erum við? Við erum fullorðið fólk,“ segir hann enn fremur.

Mikil umræða hefur verið um bjórsölu á knattspyrnuleikjum hérlendis undanfarið og eru skoðanir skiptar. Einhver félög hafa leyfi til að selja áfengi en önnur ekki. Eru dæmi um að lögregla hafi skipt sér af í slíkum tilfellum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Í gær

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi
433Sport
Í gær

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega