Jadon Sancho hafnaði því að ganga í raðir Roma þrátt fyrir að United hafi verið reiðubúið að samþykkja tilboð ítalska félagsins.
Frá þessu greina helstu miðlar í dag, en United reynir að losa sig við Sancho, sem og nokkra aðra leikmenn, til að búa til pláss í leikmannahóp sínum og laga bókhaldið.
Roma var til í að greiða United 20 milljónir punda og hefðu Rauðu djöflarnir samþykkt það. Sancho vill hins vegar skoða aðra kosti.
Tyrkneska félagið Besiktas, með Ole Gunnar Solskjær, manninn sem fékk Sancho til United, við stjórnvölinn, hefur einnig áhuga á enska kantmanninum.
Kappinn er til í að skoða þann möguleika síðar meir, en vill sjá hvað annað er í boði þangað til. Glugginn í Tyrklandi lokar um tveimur vikum á eftir helstu deildum Evrópu.
Sancho gekk í raðir United árið 2021 frá Dortmund fyrir 73 milljónir punda. Hann hefur engan veginn staðið undir þeim verðmiða.
Á síðustu leiktíð fór Sancho á láni til Chelsea sem greiddi 5 milljóna punda sekt til að þurfa ekki að kaupa hann endanlega að lánsdvölinni lokinni.