Það verða að teljast góðar líkur á því að Breiðablik taki þátt í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í vetur, en liðið mætir Virtus frá San Marínó í umspili um sæti þar.
Blikar hófu Evrópuvegferð sína í sumar í undankeppni Meistaradeildarinnar, unnu 1. umferð en töpuðu svo gegn Lech Poznan og fóru niður í Evrópudeildina. Þar tapaði liðið gegn Zrinski og fer nú í Sambandsdeildina.
Virtus vann óvæntan sigur á moldóvska liðinu Milsami í síðustu umferð og virðist því vera sýnd veiði en ekki gefin. Veðbankar hafa þó ekki mikla trú á þeim gegn Blikum og er stuðull á sigur þeirra í fyrri leiknum á Lengjunni til að mynda 17,54.
Stuðullinn á sigur Breiðabliks er 1,06 og 6,78 á jafntefli.
Fyrri leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli á fimmtudag og seinni leikurinn ytra í næstu viku.