fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Íslendingaliðið að eltast við fyrrum leikmann Arsenal og Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. ágúst 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birmingham er að reyna að fá Alex Oxlade-Chamberlain, fyrrum landsliðsmann Englands og liða eins og Arsenal og Liverpool, til sín. Frá þessu greinir Sky Sports.

Það er mikill metnaður hjá Birmingham, sem er nýliði í ensku B-deildinni. Liðið ætlar sér að gera atlögu að því að fara beint upp í ensku úrvalsdeildina í vor.

Birmingham er því enn í leit að styrkingum og gæti hinn 32 ára gamli Chamberlain reynst góður kostur. Horfir félagið þar í reynslu hans úr enskum fótbolta sem mikilvægan þátt.

Chamberlain hefur verið á mála hjá Besiktas í tvö ár og á eitt ár eftir af samningi sínum í Tyrklandi, en má hann fara frítt frá félaginu ef marka má fréttir.

Hjá Birmingham spila tveir Íslendingar, þeir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted. Willum hefur þó aðeins spilað þrjár mínútur í fyrstu tveimur leikjum deildartímabilsins á meðan Alfons hefur verið utan hóps.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ótrúlegur árangur Arteta gegn stóru liðunum

Ótrúlegur árangur Arteta gegn stóru liðunum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Blikar töpuðu gegn FH í ótrúlegum fótboltaleik

Besta deildin: Blikar töpuðu gegn FH í ótrúlegum fótboltaleik
433Sport
Í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Í gær

Myndband af Jökli vekur heimsathygli – Sjáðu magnaðan flutning

Myndband af Jökli vekur heimsathygli – Sjáðu magnaðan flutning