fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“

433
Mánudaginn 18. ágúst 2025 12:30

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir stuðningsmenn Breiðabliks eru orðnir pirraðir á gengi liðsins undanfarið og létu einhverjir í sér heyra á samfélagsmiðlum eftir tap í gær.

Breiðablik tapaði 4-5 fyrir FH í mögnuðum leik og mistókst að saxa á forskot toppliðs Bestu deildarinnar, Vals, sem er fimm stigum á undan Íslandsmeisturunum.

Breiðablik vann síðast leik fyrir mánuði síðan, gegn Vestra, og hefur nú ekki unnið í deild og Evrópukeppni í átta leikjum í röð. Liðið fær þó tækifæri til að fara í Sambandsdeildina, er komið í umspil um sæti þar eftir tap í síðustu tveimur einvígum í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

Það breytir því ekki að margir stuðningsmenn vilja sjá gengi liðsins batna og það hratt.

„Gummi Magg er bara í grænni treyju þarna inn á og við erum að láta FH maukríða okkur. Shocking Breiðabliks lið sem er svo identity laust að við erum farnir í þriggja manna vörn, með ömurlegum árangri. Þetta er mun verra en 2023 af því þetta er hundleiðinlegt áhorfs,“ skrifaði Freyr Snorrason, fyrrum frambjóðandi Samfylkingarinnar og harður Bliki, á X í gær.

Eysteinn Þorri Björgvinsson, leikmaður venslaliðs Breiðabliks, Augnabliks, tók undir þetta. „Djöfull saknar maður Sex Drugs and rock & roll boltans. Þetta er ekki hægt hvað þetta er leiðinlegt.“

Helgi Freyr Rúnarsson tók einnig til máls. „Féllum a.m.k. á eigin sverð 2023… núna erum við bara að veltast um í drullupolli… sem við bjuggum til sjálfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Steven Gerrard á blaði fyrir áhugavert starf sem var að losna

Steven Gerrard á blaði fyrir áhugavert starf sem var að losna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskt teymi í Belfast

Íslenskt teymi í Belfast
433Sport
Í gær

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi
433Sport
Í gær

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn