fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“

433
Mánudaginn 18. ágúst 2025 12:30

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir stuðningsmenn Breiðabliks eru orðnir pirraðir á gengi liðsins undanfarið og létu einhverjir í sér heyra á samfélagsmiðlum eftir tap í gær.

Breiðablik tapaði 4-5 fyrir FH í mögnuðum leik og mistókst að saxa á forskot toppliðs Bestu deildarinnar, Vals, sem er fimm stigum á undan Íslandsmeisturunum.

Breiðablik vann síðast leik fyrir mánuði síðan, gegn Vestra, og hefur nú ekki unnið í deild og Evrópukeppni í átta leikjum í röð. Liðið fær þó tækifæri til að fara í Sambandsdeildina, er komið í umspil um sæti þar eftir tap í síðustu tveimur einvígum í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

Það breytir því ekki að margir stuðningsmenn vilja sjá gengi liðsins batna og það hratt.

„Gummi Magg er bara í grænni treyju þarna inn á og við erum að láta FH maukríða okkur. Shocking Breiðabliks lið sem er svo identity laust að við erum farnir í þriggja manna vörn, með ömurlegum árangri. Þetta er mun verra en 2023 af því þetta er hundleiðinlegt áhorfs,“ skrifaði Freyr Snorrason, fyrrum frambjóðandi Samfylkingarinnar og harður Bliki, á X í gær.

Eysteinn Þorri Björgvinsson, leikmaður venslaliðs Breiðabliks, Augnabliks, tók undir þetta. „Djöfull saknar maður Sex Drugs and rock & roll boltans. Þetta er ekki hægt hvað þetta er leiðinlegt.“

Helgi Freyr Rúnarsson tók einnig til máls. „Féllum a.m.k. á eigin sverð 2023… núna erum við bara að veltast um í drullupolli… sem við bjuggum til sjálfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tsimikas að yfirgefa Liverpool

Tsimikas að yfirgefa Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rooney þátturinn að hefjast

Rooney þátturinn að hefjast
433Sport
Í gær

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum
433Sport
Í gær

Á leið aftur til Englands eftir misheppnaða dvöl á Ítalíu

Á leið aftur til Englands eftir misheppnaða dvöl á Ítalíu
433Sport
Í gær

Handviss um að Alonso taki við Liverpool

Handviss um að Alonso taki við Liverpool