KR vann góðan 0-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í kvöld, eina mark leiksins skoraði Ásgeir Galdur Guðmundsson í sínum fyrsta leik í byrjunarliði.
KR hefur verið að finna taktinn og Ásgeir skoraði eina mark leiksins eftir rúman hálftíma leik.
Ásgeir kom til KR frá Danmörku en hann hafði verið í herbúðum FCK og Horsens þar, hann er 19 ára gamall og ólst upp hjá ÍBV og síðar Breiðablik.
Með sigrinum kemst KR upp úr fallsæti og upp í níunda sæti deildarinnar, liðið er nú aðeins tveimur stigum frá efri hlutanum þegar þrír leikir eru eftir.
Fram er í sjöunda sætinu með 25 stig, tveimur stigum meira en KR.