Myndband af ungum dreng í Bandaríkjunum er heldur betur að vekja athygli í dag en hann er búsettur í Miami.
Strákurinn er mikill aðdáandi stórstjörnunnar Lionel Messi sem spilar með Inter Miami þar í landi.
Hann sá Messi keyra á götum borgarinnar og ákvað að hlaupa að leikmanninum og bað um áritun.
Messi var vinalegur við þennan unga strák og var meira en til í að sýna stráknum smá ást eins og má sjá hér fyrir neðan.
Afskaplega fallegt myndband sem má sjá hér.
🚨Watch: Lionel Messi makes a young fan’s day at a traffic stop 🤩🐐pic.twitter.com/ZCVbpQtcP9
— Inter Miami News Hub (@Intermiamicfhub) August 14, 2025