Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur gefið sterklega í skyn að félagið muni reyna við Alejandro Garnacho á næstu dögum.
Það hefur gengið erfiðlega fyrir Chelsea að ná samkomulagi um leikmanninn sem spilar með Manchester United.
United er opið fyrir því að hleypa Garnacho burt en Chelsea vill ekki borga 55 milljónir punda fyrir leikmanninn.
,,Á vinstri vængnum erum við með Jamie Gittens og Tyrique George svo við þurfum líklega liðsstyrk þar,“ sagði Maresca.
Það stefnir því allt í það að Garnacho endi hjá Chelsea en glugginn lokar eftir um tvær vikur.