Það er gefið að Xabi Alonso muni þjálfa Liverpool einn daginn en þetta segir fyrrum leikmaður liðsins, Stewart Downing.
Alonso var um tíma orðaður við stjórastarfið hjá Liverpool en ákvað að lokum að taka við Real Madrid í sumar.
Spánverjinn gerði frábæra hluti með Bayer Leverkusen en hann er fyrrum leikmaður Liverpool og vinsæll á meðal stuðningsmanna.
Downing er handviss um það að Alonso muni stýra liðinu einn daginn en það verður þó líklega eftir nokkur ár.
,,Ef Liverpool væriu að leita að stjóra í dag þá held ég að Xabi Alonso væri ofarlega á lista en það er of seint,“ sagði Downing.
,,Hann er hins vegar mjög líklegur í framtíðinni, það er klárt að hann mun þjálfa Liverpool einn daginn.“