Tveimur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni og er óhætt að segja að Chelsea hafi ekki byrjað frábærlega í sínum fyrsta leik.
Heimsmeistararnir fengu Crystal Palace í heimsókn í ansi rólegum leik en honum lauk með markalausu jafntefli.
Chelsea var sterkari aðilinn í þessum leik en mistókst að koma boltanum í netið og lokatölur 0-0.
Nottingham Forest byrjar sitt tímabil hins vegar mjög vel og vann 3-1 sigur á Brentford í fyrsta leik.
Chris Wood byrjar tímabilið vel og skoraði tvennu í sigrinum en öll mörk Forest voru skoruð í fyrri hálfleik.