Nottingham Forest hefur boðið í varnarmanninn Rico Lewis sem spilar með Manchester City.
Þetta kemur fram í frétt blaðamannsins Fabrizio Romano sem er einn sá allra virtasti í bransanum.
Lewis er 20 ára gamall Englendingur sem getur spilað bæði á miðjunni sem og í bakverði.
Talið er að Forest vilji kaupa hann endanlega frá City en möguleiki er á að um lánssamning sé að ræða.
Þrátt fyrir ungan aldur á Lewis að baki fimm landsleiki fyrir England og tæplega 100 leiki fyrir City.