Fallegt augnablik átti sér stað í gær er Liverpool fékk Bournemouth í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool vann opnunarleik mótsins 4-2 en fleiri leikir fara fram um helgina í fyrstu umferðinni.
Minning Diogo Jota var heiðruð á Anfield en stuðningsmenn Liverpool og Bournemouth gerðu það í sameiningu.
Jota er fyrrum leikmaður Liverpool en hann lést í bílslysi í sumar ásamt bróður sínum, Andre.
Nafn Jota sem og númer hans var sjáanlegt fyrir leik í stúkunni eins og má sjá hér fyrir neðan.
First win✨
This one is for you Jots ♥️ ♾️ DJ20 pic.twitter.com/dwHwIqp4R1— ☆ Habiba ☆ (@Habiba_Youssef) August 15, 2025