Chelsea og Manchester United eru ekki að ná saman um kaupverð á vængmanninum Alejandro Garnacho.
Þetta kemur fram í frétt Telegraph en Garnacho hefur verið á óskalista Chelsea undanfarnar vikur.
Telegraph segir að Chelsea vilji borga um 30 milljónir punda fyrir Argentínumanninn sem vill sjálfur komast burt.
United tekur þá upphæð hins vegar ekki í mál og er að leitast eftir um 50 milljónum punda.
Bayer Leverkusen hafði áður boðið 30 milljónir í Garnacho í janúar en fékk höfnun frá enska félaginu.