Sunderland hefur náð samkomulagi við Paris Saint-Germain um kaup á varnarmanninum Nordi Mukiele fyrir 12 milljónir punda.
Félagið mun greiða 9,5 milljónir punda strax og mögulegar 2,5 milljónir í bónusgreiðslum fyrir 27 ára franska landsliðsmanninn.
Mukiele, sem var á láni hjá Bayer Leverkusen á síðasta tímabili, hefur fengið leyfi til að ferðast til Sunderland í læknisskoðun.
Kaupin á honum verða þau elleftu hjá nýliðum í úrvalsdeildinni og hefur félagið sett nærri 150 milljónir punda í nýja leikmenn.