Það er enginn íþróttamaður í heiminum sem hefur selt fleiri treyjur síðustu vikuna eða svo en vængmaðurinn Heung Min Son.
Þetta segir John Thorrington sem er stjórnarformaður LAFC í Bandaríkjunum sem er nýja félag leikmannsins sem kom frá Tottenham.
Son er einn allra vinsælasti leikmaðurinn í Asíu og lék lengi í ensku úrvalsdeildinni en er í dag 33 ára gamall og hélt til Bandaríkjanna.
Thorrington segir að stjörnur eins og LeBron James, Stephen Curry og Lionel Messi hafi ekki náð að selja jafn mikið af treyjum og Son eftir komu hans til félagsins.
,,Þetta er nú enn ein vikan þar sem við erum ekki bara að tala um mestu treyjusölu í sögu MLS heldur er þetta mest selda treyja í heimi í dag,“ sagði Thorrington.
,,Ég er að tala um Son, ef þú miðar við tímann þegar hann skrifaði undir hjá LAFC og til dagsins í dag þá hefur hann selt fleiri treyjur en allir íþróttamenn heims.“