Jack Wilshere hefur ekki áhuga á að snúa aftur til Arsenal en þetta kemur fram í frétt BBC.
Wilshere er fyrrum leikmaður Arsenal og var frábær leikmaður á sínum tíma en meiðsli settu stórt strik í reikninginn.
Wilshere hefur undanfarin ár einbeitt sér að þjálfun var víst með boð frá Arsenal að taka við U21 liði félagsins.
Englendingurinn er með stærri markmið en hann stefnir á að taka við aðalliði fljótlega þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára gamall.
Wilshere hefur þjálfað unglingalið undanfarin ár en telur sig vera tilbúinn að taka að sér stærra verkefni á þessu ári.