Fjórir leikmenn sem vildu fara eru enn hjá Manchester United við upphaf tímabils, aðeins Marcus Rashford hefur horfið á braut á láni til Barcelona.
Þegar Manchester United tilkynnti í byrjun júlí að fimm leikmenn úr aðalliði hefðu óskað eftir að fara og myndu ekki æfa með hópnum, bjuggust fáir við því að fjórir þeirra væru enn hjá félaginu þegar nýtt tímabil hæfist.
En það er einmitt raunin. Alejandro Garnacho er áfram orðaður við Chelsea, en ekkert samkomulag hefur náðst. Sama gildir um Antony og Real Betis, þar sem hann lék á láni síðari hluta síðasta tímabils.
Jadon Sancho hefur fengið frá Roma á Ítalíu, sem er það lengst sem málið hefur komist hingað til, á meðan Tyrell Malacia er enn orðaður við sádi-arabísku úrvalsdeildina.
Ruben Amorim segir að taka þurfi ákvörðun um stöðu þeirra fjögurra sem verða enn hjá félaginu þegar glugginn lokar 1. september. Enn er þó búist við því að allir fjórir fari.