Middlesbrough að ganga frá láni á Sverre Nypan frá Manchester City, norski miðjumaðurinn vildi spila á Englandi.
City keypti þetta mikla efni frá Rosenborg á dögunum en flest af stærri félögum Evrópu sýndu honum áhuga.
Samkomulag er nánast í höfn og eftir á að ganga frá smáatriðum varðandi norska leikmanninn.
Nypan er ánægður með að ganga til liðs við Boro þar sem Manchester City vildi tryggja honum dvöld á Englandi til að þróa leik sinn.
Nypan var sagður nálægt því að ganga í raðir Aston Villa en City setti mikinn kraft í að fá hann.