Mikel Arteta stjóri Arsenal lét leikmenn liðsins kjósa um það í gær hvort Martin Odegaard yrði áfram fyrirliði liðsins.
Nokkur umræða hefur verið um það hvort sá norski ætti að halda áfram sem fyrirliði, hvort hann sé réttur leiðtogi.
Hafa nokkrir bent á það að Declan Rice væri miklu betri kostur sem fyrirliði.
„Mín skoðun er á hreinu og allt mitt starfslið og leikmenn eru á sömu blaðsíðu,“ sagði Arteta fyrir fyrsta leik liðsins á nýju tímabili.
„Ég bað leikmenn um að kjósa um fyrirliða í gær og hann var sá eini sem menn vildu hafa. Fyrir mig er það rétt merki um það að hópurinn telur sig geta orðið betri.“