Tottenham er að hefja formlegar viðræður við Crystal Palace um kaup á Eberechi Eze sóknarmanni félagsins.
Eze vill taka næsta skref á ferli sínum en bæði Arsenal og Tottenham hafa sýnt honum áhuga í sumar.
Eze er sagður klár í að taka skrefið til Tottenham ef félögin komist að samkomulagi.
Talið er að Palace vilji fá meira en 60 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn sem hefur átt góð ár hjá Palace.
Enska úrvalsdeildin hefst um helgina en búist er við að Tottenham láti til skara skríða á næstu dögum.