Enzo Raiola, umboðsmaður Gianluigi Donnarumma, hefur staðfest það að leikmaðurinn sé líklega á leið til Englands.
Donnarumma er ósáttur hjá Paris Saint-Germain og er til sölu en hann er einnig orðaður við ítölsk félög.
Raiola staðfestir að það séu engar viðræður í gangi við ítölsk félög og að allt bendi til að hann endi á Englandi.
Manchester City er að sýna leikmanninum mikinn áhuga og stefnir allt í að hann fari þangað.
,,Enska úrvalsdeildin er rétt skref fyrir Gigio að mínu mati og við erum að vinna í þessu,“ sagði Raiola.
,,Það eru engar viðræður í gangi við ítölsk félög. Við erum enn í sjokki yfir vinnubrögðum PSG.“