Sænska lögreglan rannsakar hvort skotárás og meint fjárkúgun tengist 64 milljón punda félagaskiptum framherjans Viktor Gyökeres frá Sporting Lissabon til Arsenal í sumar.
Tveimur skotum var hleypt af í Huddinge, við Stokkhólm, þar sem ættingi umboðsmanns sem tengdist viðskiptunum var staddur. Enginn særðist.
Forseti Sporting, Frederico Varandas, segir að hvorki „fjárkúgun né móðganir“ hafi haft áhrif á ákvörðun um sölu leikmannsins.
Umboðsmaður Gyökeres neitar að tengja málið við sig eða fótbolta en viðurkennir að starf umboðsmanna sé viðkvæmt og oft skotmark glæpamanna.
Per Engström, yfirmaður hjá sænsku lögreglunni, segir að knattspyrnuumboðsskrifstofur hafi í auknum mæli orðið skotmark vegna mikilla fjárhæðar sem þær hafa umsjón með.