Knattspyrnudeild Breiðabliks og Halldór Árnason, þjálfari meistaraflokks karla, hafa framlengt samning Halldórs við félagið til ársins 2028.
Undir stjórn Halldórs varð liðið Íslandsmeistari 2024. Það er mikil ánægja og gleði með störf hans og þann metnað sem Halldór hefur fyrir meistaraflokki karla og félaginu í heild sinni.
„Í Breiðabliki er mikill metnaður til að ná góðum árangri sérhvert ár en um leið er liðið byggt upp og mannað að stórum hluta á uppöldum leikmönnum.
Þessi blanda gerir verkefnið ótrúlega spennandi og ég er þakklátur fyrir traustið sem Breiðablik sýnir mér með þessari framlengingu. Félagið hefur byggt upp einstakan og metnaðarfullan kúltur og ég hlakka til að halda áfram á þeirri braut á næstu árum.” Segir Halldór Árnason í tilefni af framlengingunni.