Forráðamenn Manchester United gera ráð fyrir tilboði frá Chelsea í Alejandro Garnacho á næstu dögum.
United metur Garnacho á 50 milljónir punda, en Chelsea telur að hægt sé að fá hann fyrir mun lægri upphæð.
Ruben Amorim, segir að félög sem hafa áhuga á leikmönnum liðsins ættu ekki að búast við góðu verði ef þau bíða fram á lok gluggans.
Hann hefur einnig lagt áherslu á að leikmenn geti snúið aftur inn í hópinn ef United fær ekki tilboð sem hentar félaginu.
Garnacho og Amorim fóru í stríð undir lok síðasta tímabils en hegðun kantmannsins varð til þess að Amorim vill hann burt.