Gigio Donnarumma hefur verið sagt að fara frá Paris Saint-Germain vegna launa- og tæknilegra ágreiningsmála, aðeins tveimur vikum fyrir lok félagaskiptagluggans. Ítalskir fjölmiðlar segja að hann hafi náð saman við Manchester City.
Margir í fótboltaheiminum hafa lýst yfir stuðningi við hann, þar á meðal fyrrverandi liðsfélagar og forseti ítalska knattspyrnusambandsins, Gabriele Gravina.
Manchester City er sagður eini raunverulegi möguleiki markvarðarins og hefur þegar náð grundvallarsamkomulagi um laun hans, sem haldast í að minnsta kosti 12 milljónum evra á tímabili eftir skatta. Þessi laun hefur hann haft hjá PSG.
Takist City að selja Ederson til Galatasaray gæti það rutt brautina fyrir samninginn.
PSG setti upphaflega 50 milljóna evra verðmiða á Donnarumma, en hann gæti lækkað í um 35 milljónir. Á meðan æfir markvörðurinn einn og bíður lausnar á málinu.