Chelsea er búið að draga sig úr kapphlaupinu um markmanninn Gianluigi Donnarumma en þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum.
Chelsea virðist ætla að treysta á Robert Sanchez í vetur en hann hefur fengið sína gagnrýni sem markvörður félagsins.
Donnarumma er á förum frá PSG og hefur sjálfur staðfest það en útlit er að valið sé á milli Manchester City og Manchester United.
Chelsea reyndi við Mike Maignan hjá AC Milan í sumar en var ekki lengi að gefast upp eftir að verðmiði þess franska hækkaði.
Allt stefnir í að Donnarumma endi þó í ensku úrvalsdeildinni en hann er þó einnig orðaður við félög á Ítalíu og í Sádi Arabíu.