Borussia Dortmund hefur enn áhuga á því að kaupa Jadon Sancho aftur til félagsins. Sky Sports segir frá þessu.
Sancho er á sölulista hjá Manchester United en hingað til hefur ekkert gerst.
Sky segir að lið í Sádí Arabíu og Ítalíu sé einnig að skoða stöðu Sancho en óvíst sé hvað gerist.
Sancho var á láni hjá Chelsea á síðustu leiktíð en vildi ekki semja við félagð vegna þess að félagið vildi lækka laun hans.
Sky segir að United vilji selja Sancho en ekki sé hægt að útiloka að hann verði lánaður.