fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 13. ágúst 2025 18:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish er genginn í raðir Everton en hann kemur til félagsins á lánssamningi frá Manchester City.

Grealish ákvað að klæðast treyju númer 18 hjá félaginu og hefur útskýrt það val sem kom þónokkrum á óvart.

Grealish var áður í tíunni hjá bæði City og Aston Villa en það númer er vissulega tekið hjá Everton og er í eigu Illiman Ndiaye.

Englendingurinn hefur útskýrt treyjuvalið og hringdi til að mynda í fyrrum leikmann Everton, Wayne Rooney, sem notaði sama númer á sínum tíma.

,,Það er ástæða fyrir því að ég valdi númer 18, það voru önnur númer í boði en mínir uppáhalds ensku leikmenn eru Wayne Rooney og Paul Gascoigne og þeir klæddust sömu treyju,“ sagði Grealish.

,,Ég hringdi í Wayne áður en ég kom hingað og nefndi þetta við hann – ég vona að hann sé ánægður með valið!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forsetinn um Sancho: ,,Ég vil fá hann jafn mikið og stuðningsmenn“

Forsetinn um Sancho: ,,Ég vil fá hann jafn mikið og stuðningsmenn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir tilboð frá Tottenham

Staðfestir tilboð frá Tottenham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bayern hefur áhuga á að kaupa sóknarmanninn sem Chelsea vill burt

Bayern hefur áhuga á að kaupa sóknarmanninn sem Chelsea vill burt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Calvert-Lewin mættur í læknisskoðun hjá Leeds

Calvert-Lewin mættur í læknisskoðun hjá Leeds
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Með brotið hjarta á sjúkrahúsinu en þakkar þeim sem hata sig

Með brotið hjarta á sjúkrahúsinu en þakkar þeim sem hata sig
433Sport
Í gær

Leiðtogahópur United byrjaður að taka á vandamálum

Leiðtogahópur United byrjaður að taka á vandamálum
433Sport
Í gær

Rashford fær vond tíðindi frá Barcelona – Ekki sá fyrsti sem félagið mun reyna að skrá í hópinn

Rashford fær vond tíðindi frá Barcelona – Ekki sá fyrsti sem félagið mun reyna að skrá í hópinn