Gianluigi Donnarumma hefur staðfest það að hann sé á förum frá franska félaginu Paris Saint-Germain.
PSG hefur keypt markmanninn Lucas Chevalier frá Lille sem mun standa í markinu í vetur.
Donnarumma er talinn vera einn besti markvörður heims en PSG vill losna við hann í sumar þar sem Ítalinn verður samningslaus næsta sumar.
Chelsea og Manchester United eru sagð vilja fá markmanninn sem hefur kvatt stuðningsmenn PSG opinberlega.