Manchester City er víst búið að setja sig í samband við franska félagið Paris Saint-Germain vegna markmannsins Gianluigi Donnarumma.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrice Hawkins en Donnarumma er á förum frá PSG í sumar.
Ítalinn hefur sjálfur staðfest það að hann sé að kveðja en hvert hann fer er ekki ljóst að svo stöddu.
Hawkins segir að City sé búið að hafa samband við leikmanninn og er hann líklegur arftaki Ederson sem er á förum í þessum glugga.
Chelsea og Manchester United eru einnig sögð vera á eftir Donnarumma sem er talinn einn besti markvörður heims.