Benjamin Sesko hefur sagt frá því að hann hafi lengi litið upp til Zlatan Ibrahimovic sem hefur í dag lagt skóna á hilluna.
Zlatan átti magnaðan feril sem leikmaður og lék til að mynda með Manchester United þar sem Sesko er í dag.
Sesko kom til United í sumar en hann var keyptur frá RB Leipzig í Þýskalandi.
,,Hann hefur verið mín fyrirmynd síðan ég var lítill, ég hef horft á hvert einasta YouTube myndband sem er í boði því hann er bara magnaður að mínu mati,“ sagði Sesko.
,,Við erum ekki beint með sama persónuleika en ég nýt þess að horfa á hann spila og hvernig hann nýtur þess að spila fótbolta.“
,,Einn daginn þá gæti ég fengið að hitta hann, það væri frábært. Hann er mín fyrirmynd.“