Búningastjóri Manchester City gerði ansi klaufaleg mistök fyrir helgi en liðið spilaði gegn Palermo á laugardag.
Tijani Reijnders átti flottan leik fyrir enska liðið en hann kom inná sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks.
Reijnders kom til City í sumar frá AC Milan en hann skoraði tvennu í öruggum 3-0 sigri á þeim ítölsku.
Búningastjóri City var ekki með allt á hreinu en aftan á treyju Hollendingsins stóð ‘Reijinders.’
Vissulega er þetta nafn alls ekki algengt í fótboltanum eða í heiminum en glöggir aðdáendur tóku eftir því að nafn hans væri skrifað vitlaust á treyjunni.
Mynd af þessu má sjá hér.