Sparkspekingurinn Peter Sorensen er á því máli að Víkingur Reykjavík muni kveðja Sambandsdeildina á fimmtudag er liðið mætir Bröndby.
Víkingar unnu stórsigur í fyrri leik liðanna í keppninni en honum lauk með 3-0 sigri á Víkingsvelli.
Íslenska liðið er því í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer þó fram á erfiðum útivelli þar sem hitinn verður mikill.
Sorensen fjallaði um málið á Viaplay en hann hefur bullandi trú á þeim dönsku fyrir seinni leikinn.
,,Þrátt fyrir að hafa byrjað ömurlega í envíginu þá tel ég að Bröndby komist í næstu umferð gegn Víkingum,“ sagði Sorensen á meðal annars.
Hann telur að Bröndby muni í raun valta yfir Víkinga í þessum leik og að þeir íslensku eigi lítinn sem engan séns í viðureigninni.
Víkingar þurfa vissulega að spila sinn besta leik en búist er við um 15-20 þúsund manns á velli Bröndby í leiknum.