Stuðningsmenn Crystal Palace urðu sér til skammar um helgina fyrir leik gegn Liverpool í Samfélagsskildinum.
Liverpool og Palace áttust við á Wembley en það síðarnefnda hafði betur eftir vítakeppni.
Fyrir leik var mínútuþögn haldin á Wembley vegna andláts Diogo Jota en hann lék með Liverpool þar til í sumar.
Jota lést ásamt bróður sínum í bílslysi á Spáni í sumar og verður hans sárt saknað í fótboltaheiminum.
Ákveðinn hópur af stuðningsmönnum Palace ákváðu að baula er þögnin átti sér stað sem er óásættanlegt í alla staði.
Myndband af þessu má sjá hér.
This is why I hate Crystal Palace and there disgusting fan base, booing during the minute silence for Diogo Jota. @CPFC I hope you get relegated and never get back up you broke club pic.twitter.com/YpBBYkbMP8
— Kurdy (@AfcKurdy) August 10, 2025