Marcus Rashford klikkaði á dauðafæri í gær er hans menn í Barcelona spiluðu við Como frá Ítalíu í æfingaleik.
Rashford spilaði fyrri hálfleik Börsunga í 5-0 sigri og lagði upp mark á Raphinha á 37. mínútu.
Englendingurinn átti sjálfur að skora í fyrri hálfleiknum en setti boltann framhjá fyrir opnu marki.
Rashford gekk í raðir Barcelona á lánssamningi frá Manchester United í sumar og getur félagið keypt hann næsta sumar.
Myndband af þessu klúðri má sjá hér.
Rashford’s miss.
pic.twitter.com/4mK8XmF3vp— TheScreenshotLad (@thescreenlad) August 10, 2025