fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
433Sport

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“

Victor Pálsson
Mánudaginn 11. ágúst 2025 15:30

Granit Xhaka. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Granit Xhaka hringdi óvænt í fyrrum leikmann Tottenham áður en hann samdi við lið Sunderland í sumar.

Xhaka er fyrrum leikmaður Arsenal en hann kemur til Sunderland frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Jermaine Defoe fékk símtal frá miðjumanninum en hann hefur í dag lagt skóna á hilluna eftir mjög farsælan feril.

Defoe talaði mjög vel um nýliðana sem hann spilaði með um tíma og gæti hafa sannfært leikmanninn um að taka þetta óvænta skref.

,,Xhaka heyrði í mér því við vorum saman á þjálfaranámskeiði í fyrra. Hann er vinalegur náungi og fjölskyldumaður,“ sagði Defoe.

,,Hann sagði að það væru líkur á að hann væri að semja við Sunderland spurði hvar hann gæti búið með fjölskyldunni. Ég gaf honum mín ráð og talaði augljóslega um félagið í sama samtali.“

,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi og að lokum er þetta félag í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er einn af betri stöðunum til að spila fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur
433Sport
Í gær

Palace vann Liverpool í slagnum um Samfélagsskjöldinn

Palace vann Liverpool í slagnum um Samfélagsskjöldinn
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískur sigur Vestra

Besta deildin: Dramatískur sigur Vestra
433Sport
Í gær

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“
433Sport
Í gær

Breytti um umræðuefni er hann var spurður út í framtíð Eze

Breytti um umræðuefni er hann var spurður út í framtíð Eze