Granit Xhaka hringdi óvænt í fyrrum leikmann Tottenham áður en hann samdi við lið Sunderland í sumar.
Xhaka er fyrrum leikmaður Arsenal en hann kemur til Sunderland frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.
Jermaine Defoe fékk símtal frá miðjumanninum en hann hefur í dag lagt skóna á hilluna eftir mjög farsælan feril.
Defoe talaði mjög vel um nýliðana sem hann spilaði með um tíma og gæti hafa sannfært leikmanninn um að taka þetta óvænta skref.
,,Xhaka heyrði í mér því við vorum saman á þjálfaranámskeiði í fyrra. Hann er vinalegur náungi og fjölskyldumaður,“ sagði Defoe.
,,Hann sagði að það væru líkur á að hann væri að semja við Sunderland spurði hvar hann gæti búið með fjölskyldunni. Ég gaf honum mín ráð og talaði augljóslega um félagið í sama samtali.“
,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi og að lokum er þetta félag í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er einn af betri stöðunum til að spila fótbolta.“